Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.3.2009 | 11:53
Óþolandi óvissa á vettvangi stjórnmálanna skaðar alla.
Þegar mikill vandi steðjar að heilli þjóð skiptir miklu máli að fast sé haldið um stjórnvölinn og ekki sköpuð óvissa og ringulreið á vettvangi stjórnmálanna. Við Íslendingar stöndum frami fyrir slíku ástandi um þessar mundir. Óvissa í stjórnmálum til viðbótar við erfið viðfangsefni í efnahagsmálum dregur kraft og framtak úr þjóðinni og eykur vandamálin sem við er að glíma.
Í kjölfar bankahrunsins blasa við óleyst verkefni um allt þjóðfélagið. Það virðast flestir vera þeirrar skoðunar að bankanna þurfi að endurreisa þannig að þeir geti þjónað viðskiptavinum sínum með eðlilegum hætti . Það þarf markvissar aðgerðir sem gera heimilum kleyft að taka á sínum vanda . Fullyrða má að aðgerð sem mun koma öllum landsmönnum til góða er lækkun vaxta . Það á jaft við heimilin sem og atvinnufyrirtækin. Margir erlendir seðlabankar hafa lækkað vexti til að örva eftirspurn í sínum hagkerfum. Vísbendingar eru um að verðbólgan sé á hraðri niðurleið, og öll tilefni til þess að byrja lækkun vaxta hér hjá okkur. Það mun hafa jákvæð áhrif og hvetja til framtaks og umsvifa.
Fyrir meira en mánuði síðan taldi bankastjórn Seðlabankanka tímabært að hefja lækkun vaxta. Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagðist gegn því vegna tímabundinnar óvissu í stjórnmálum, en þá stóðu ríkisstjórnarskipti fyrir dyrum.
Sjá :http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6792
Óvissan er ekki að minnka. Ríkisstjórnin getur ekki tekið af skarið um tímasetningu kosninga og þingrof. Eins er óljóst hvaða frumvörp sem skipta fyrirtækin og heimilin raunverulega máli verða afgreidd áður en þingið fer heim.
Stjórnmálakreppan er orðin okkur dýr . Minnkum óvissu og hefjum vaxtalækkunarferilinn. Það nýtist okkur öllum.
22.2.2009 | 17:04
Sigríður Finsen hagfræðingur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sigríður er fædd og uppalin í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978, BAhon prófi í hagfræði frá háskólanum í York í Englandi og MSc prófi í borga- og byggðafræðum frá London School of Economics 1985.
Að námi loknu starfaði Sigríður hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, OECD í París, Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins, útgerðar- og fiskvinnslufélaginu Soffaníasi Cecilssyni hf. og var verkefnisstjóri þróunarverkefnis um dreifnám í Grundarfirði. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa atvinnufyrirtækja. Sigríður hefur undanfarið ár verið aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar alþingismanns og fyrrum forseta Alþingis.
Sigríður hefur verið forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar frá árinu 2000, var formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi árin 2006-2008, formaður hafnaráðs árin 2002-2007 og á sæti í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sigríður hefur tekið virkan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og verið formaður stjórnar sjávarútvegsnefndar flokksins frá árinu 2006.
Sigríður er fimmtug, gift Magnúsi Soffaníassyni framkvæmdastjóra og eiga þau fjórar dætur og eitt barnabarn.
Góð menntun og víðtæk reynsla mín af sveitarstjórnar- og atvinnumálum mun nýtast vel í því uppbyggingar- og endurreisnarferli sem framundan er í íslensku samfélagi. Við núverandi aðstæður er mikilvægt að til trúnaðarstarfa á Alþingi veljist fólk með fjölbreyttan bakgrunn.
Heimasíða Sigríðar er finsen.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)