Sigríður Finsen hagfræðingur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Sigríður er fædd og uppalin í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978, BAhon prófi í hagfræði frá háskólanum í York í Englandi og MSc prófi í borga- og byggðafræðum frá London School of Economics 1985.


Að námi loknu starfaði Sigríður hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, OECD í París, Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins, útgerðar- og fiskvinnslufélaginu Soffaníasi Cecilssyni hf. og var verkefnisstjóri þróunarverkefnis um dreifnám í Grundarfirði. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa atvinnufyrirtækja. Sigríður hefur undanfarið ár verið aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar alþingismanns og fyrrum forseta Alþingis. 


Sigríður hefur verið forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar frá árinu 2000, var formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi árin 2006-2008, formaður hafnaráðs árin 2002-2007 og á sæti í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sigríður hefur tekið virkan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og verið formaður stjórnar sjávarútvegsnefndar flokksins frá árinu 2006.


Sigríður er fimmtug, gift Magnúsi Soffaníassyni framkvæmdastjóra og eiga þau fjórar dætur og eitt barnabarn.


„Góð menntun og víðtæk reynsla mín af sveitarstjórnar- og atvinnumálum mun nýtast vel í því uppbyggingar- og endurreisnarferli sem framundan er í íslensku samfélagi. Við núverandi aðstæður er mikilvægt að til trúnaðarstarfa á Alþingi veljist fólk með fjölbreyttan bakgrunn.“ 
Heimasíða Sigríðar er finsen.is


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband