Ein af forsendum atvinnusköpunar er að ná aftur upp starfhæfri viðskiptabankaþjónustu sem getur þjónað þörfum atvinnulífsins. Á hinn bóginn kynnti rikisstjórnin í gær aðgerðaáætlun sem miðar að því að búa til fleiri störf, þar á meðal að minnka útflutning á ferskum fiski. Þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að útflutningur á ferskum fiski jókst á síðustu mánuðum ársins 2008. Þegar gengi íslensku krónunnar féll varð útflutningurinn mun álitlegri, auk þess sem að sala fór strax fram og útgerðirnar fengu borgað fyrir fiskinn um hæl í erlendum gjaldeyri. Mér er tjáð að sum sjávarútvegsfyrirtæki sem ekki eru með afurðalánasamninga, fái ekki lán hjá sínum viðskiptabönkum og geti þar af leiðandi ekki nýtt sér þennan tíma til að framleiða saltfisk.
Þegar bankaviðskiptin verða eðlileg á ný mun strax draga úr útflutningi á ferskum fiski, enda hafa aðstæður innlendrar framleiðslu breyst mikið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru í besta falli óþarfar og í versta falli verða þær til tjóns með frekari takmörkunum á starfsemi fyrirtækja.
Einbeitum okkur að aðalatriðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein hjá þér Sigríður - Auðvitað liggur á að reisa viðskiptabankana upp - úr rústunum - og ekki síst heimilanna vegna.
Í dag virka bankarnir bara sem GRÁÐUG innheimta.
Ein spurning til þín. Hver er afstaða þín til - ESB ?
Benedikta E, 7.3.2009 kl. 12:15
Ein spurning til þín Sigríður sem frambjóðansa .
Hver er afstaða þín til - ESB ?
Kveðja.
Benedikta.
Benedikta E, 7.3.2009 kl. 12:48
Sæl
Ég tel að við núverandi aðstæður sé ekki álitlegt að gerast aðili að Evrópubandalaginu og fórna yfirráðum yfir auðlindum okkar.
Sigríður Finsen, 7.3.2009 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.