8.3.2009 | 23:59
Endurmat og endurnýjun
Það er líf í Sjálfstæðisflokknum . Mikil þátttaka í starfi endurreisnarnefndar flokksins sýnir ljóslega að sjálfstæðismenn eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að byggja þjóðfélagið upp á ný. Hjá endurreisnarnefnd fer fram þörf umræða og gagnleg sem mun ef vel gengur verða leiðarljós næstu mánuði og misseri. Nú þegar má greina hugarfarsbreytingu og endurmat á okkar gildum og skýran vilja til meiri hófsemi en áður.
Prófkjörið um næstu helgi , 13. og 14. mars gefur kjósendum flokksins í Reykjavík tækifæri til að veita nýju fólki brautargengi. Það er allt opið og spennandi dagar framundan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Sigríður.
Hver er afstaða þín varðandi ESB ?
Kveðja.
Benedikta.
Benedikta E, 9.3.2009 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.