Stefnumót við kjósendur

Það styttist í prófkjörsdaga og og margir sjálfstæðismenn komu á stefnumótið við frambjóðendur í Valhöll í dag. Þar gafst sjálfstæðismönnum tækifæri til að ræða við frambjóðendur og við frambjóðendur fengum tækifæri til að kynna okkur og okkar áherslur. Enda þótt tími fyrir hvern og einn væri stuttur gáfust tækifæri til skoðanaskipta. Mörgum spurningum var einungis hægt að svara á stuttan hátt en spurningarnar lýsa að mörgu leyti þeim atriðum sem sjálfstæðismönnum er ofarlega á hjarta.

Endurreisnin er okkur hugleikin, en breytingar á stjórnarskrá ekki. Lítill áhugi kom fram á fyrirhuguðu stjórnlagaþingi.

Hver eru forgangsmál frambjóðandans? Hver er afstaða frambjóðandans til EB? Hvað með gjaldmiðilinn? Á að fella niður hluta af skuldum heimilanna? Ætlum við að hækka skatta? Hver er afstaðan til kvótakerfisins? Það þarf að afnema verðtrygginguna! Munu sjálfstæðismenn hverfa frá áherslu á séreignastefnu í húsnæðismálum?

Að mínu mati eru forgangsmálin ljós. Það þarf að treysta undirstöður atvinnulífsins og koma til móts við þarfir heimilanna, jafnframt því sem að það þarf að endurreisa traust á stofnanir samfélagsins, á fjölmiðla og á milli okkar sjálfra. Endurnýjað traust er forsenda fyrir framtaki einstaklinga og fyrirtækja.

Hvað varðar afstöðu til EB, þá bendi ég á að mikið umrót sé í efnahagslífi heimsins og í kjölfarið megi búast við breytingum á ýmsum þáttum sem munu snerta okkur. Við þessar aðstæður er ekki álitlegt að gerast aðili að Evrópubandalaginu og fórna yfirráðum yfir auðlindum okkar. Hvað varðar gjaldmiðilinn þurfum við að fylgjast vel með þróun mála á alþjóðavettvangi en krónan verður okkar gjaldmiðill næstu misseri.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband