13.3.2009 | 08:15
fyrri dagur prófkjörs - Landsþing sveitarfélaga
Fyrri dagur prófkjörs hefst í dag. Undanfarnar tvær vikur hafa verið mjög ánægjulegar. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki, heyrt sjónarmið sjálfstæðismanna og kynnt áherslur mínar. Hvernig sem úrslit verða er ég mjög sátt við þá ákvörðun að gefa kost á mér í 5. sætið í prófkjörinu. Ég verð reynslunni ríkari.
Nú er að hefjast árlegt Landsþing Samband ísl. sveitarfélaga á Hótel Nordica. Þar mun ég verða fram eftir degi og heyra hljóðið í sveitarstjórnarmönnum. Það verður áhugavert að heyra hvernig sveitarfélögin bregðast við minnkandi tekjum. Það líður ekki á löngu þar til að ríkið þarf að taka fjármál sín fastari tökum. Undan því verður ekki komist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.