Skemmtilegir og lærdómsríkir tímar að baki

Vil þakka öllum kærlega fyrir stuðning við mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.   

Það hafa margir lagt mér lið með ýmsum hætti í prófkjörsbaráttunni.   Ég fann stuðning og velvilja úr mörgum áttum .  Prófkjörið  bar að með stuttum fyrirvara og tími til kynningar var stuttur sem  gerði „nýju" andlitunum erfiðara fyrir.   

Undanfarnir dagar hafa verið afar skemmtilegir og lærdómsríkir, ég hef rætt við fjölda manns um ýmis mál og treyst gömul vináttubönd.

Landsfundur er eftir hálfan mánuð,  þar má eins og svo oft áður búast við líflegri umræðu um sjávarútvegsmál  í nefndinni  sem ég hef veitt formennsku.

Þessi síða var sett upp vegna þátttöku í prófkjörinu.  Síðan mun standa áfram á netinu og verður uppfærð ef tilefni er til.


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband